Látum ekki undan svona aðgerðum

Datt í hug að leita skilgreiningar á hugtakinu "hryðjuverk". Er ekki með íslenska orðabók við höndina þannig að ég leyfi mér að vitna í enskar orðskýringar af wiktionary.org í staðinn.

 terrorism (uncountable)

    2. Violence against civilians to achieve military or political objectives.

 

Fáum svo í kjölfarið skilgreininguna á ofbeldi (e. Violence) 

violence (uncountable)

    2. Action intended to cause destruction, pain, or suffering.

 

Ég held því að í víðustu skilgreiningu sé vel hægt að túlka aðgerðir atvinnubílstjóra sem hryðjuverk, alltént skv. skilgreiningunum að ofan.

Hvað svosum þessum orðaleik líður þá vona ég að stjórnmálamenn sýni samstöðu um það að láta ekki undan þessum kröfum, því ekki viljum við að þeir gefi fordæmi og sýni að hægt sé að krefja fram breytingar með því að taka lögin í eigin hendur og níðast á rétti samborgara sinna.

Væri annars ekki gaman ef við einkabílaeigendur tækjum höndum saman næstu daga og lokuðu inni flutningabíla?

 


mbl.is Áframhaldandi „umferðarskærur"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

skilgreindu fyrir mig okur í leiðinni.

alex (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 15:42

2 identicon

Er ekki borgaraleg óhlýðni það eina sem menn geta gripið til þegar stjórnvöld hafa hætt að hlusta á þá sem kusu þau? Ertu að segja með þessu að öll mótmæli gegn valdstjórninni sem valda truflunum á hinu daglega lífi séu þannig hryðjuverk??

Gestur (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 15:47

3 Smámynd: Helgi Baldvinsson

Einmitt. Látum bara okra á okkur og skattpína. Af hverju ekki að hækka eldsneytisskatta og kaupa ráðherraþotur fyrir ríkisstjórnina. Opna svo nokkur sendiráð hjá vinum okkar í Bhutan og Trinidat & Tobaco. Hækka svo skattana aðeins til að eiga fyrir fleiri aðstoðarmönnum ráðherra. Leyfa svo mótmæli eingöngu á Kili og Sprengisandi...og aðeins að vetri til svo við verðum ekki fyrir truflunum af þessum leiðindum. Óþolandi svona mótmæli.

hb

Helgi Baldvinsson, 28.3.2008 kl. 15:57

4 Smámynd: Ívar Gunnarsson

Ég var svosum í orðaleik, einsog ég tók fram. Hitt er annað mál að menn mega vel mótmæla mín vegna, en þeir skulu gera það innan ramma laganna. Gátu þeir t.d. ekki lagt niður störf?  Ég varð allavega ekki var við að þeir hafi reynt friðsamlegri mótmæli áður en þeir gripu til þessarra aðgerða.

Ívar Gunnarsson, 28.3.2008 kl. 16:04

5 identicon

ertu ekki að grínast? þetta er það besta sem gerst hefur í íslensku þjóðfélagi síðan sjálfstæði var komið á. íslendingar eiga ekki bara að láta vaða yfir sig heldur fara frönsku leiðina að málunum, ríkisstjórnin á að vera hrædd við þegnana en ekki öfugt!

Andri Vífilsson (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 16:15

6 Smámynd: Ívar Gunnarsson

Nei Andri, ég er ekki að grínast.

Ívar Gunnarsson, 28.3.2008 kl. 16:33

7 Smámynd: Ívar Gunnarsson

Helgi: Hvaða lög finnst þér í lagi að brjóta í mótmælaskyni og hver ekki? Væri til dæmis í lagi að ég héldi þér í gíslingu á gangstétt um stundarkorn til að koma einhverjum skilaboðum á framfæri?

Ívar Gunnarsson, 28.3.2008 kl. 16:37

8 identicon

Ívar hvað ert þú til í að láta skattpína þig langt? Án þessi kostnaður á eldsneyti er ekki bara aukin útgjöld í eldsneyti, þetta fer inn í vísitöluútreikninga og hækkar ALLT! Ert þú með húsnæðislán? Ef svo er þá ert þú núna að borga meira sökum þessa verðs. Ert þú með lán á bílnum þínum? Þá ertu að borga meira af því bara út af hærra eldsneyti.

Hættu nú að væla og fagnaðu því að einhver standi upp og skuli berjast fyrir þig og þína!

Ríkisstjórnin á að vera hrædd við þegnana en ekki öfugt! 

Andri Vífilsson (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 16:41

9 Smámynd: Ívar Gunnarsson

Andri, ef ég má ekki væla, þá mátt þú ekki heldur væla yfir því að ég sé að væla ;)

Ég þykist svosum vera búinn að tíunda skoðun mína ofar. Ég er sammála málsstaðnum, en ósammála aðferðafræðinni. Tilgangurinn helgar ekki meðalið.

Ívar Gunnarsson, 28.3.2008 kl. 17:03

10 Smámynd: Helgi Baldvinsson

Ég held að aðferðarfræðin sé þekkt. Mótmæli fela í sér "borgaralega óhlíðni" sem hlítur alltaf að bitna á einhverjum. Annars hafa mótmælin ekki áhrif. Ég tel að ef einhver mótmælir einhverju með því að halda mér í gíslingu í einhvern tíma komi það sér að sjálfsögðu afar illa fyrir mig sjálfan, en svo framarlega sem viðkomandi geri þetta þannig að einhverjir aðrir verði varir við, þá getur það borið árangur. Að fara upp á hálendið með 20 vöruflutningabíla og flauta held ég að beri lítinn árangur, efast jafnvel um að síðdegisútvarpið myndi nenna að elta þá til að taka viðtal.

Helgi Baldvinsson, 28.3.2008 kl. 17:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband