3.4.2008 | 13:32
Brilliant
Brilliant..
"...bílstjórarnir ósáttir við að tíu lögregluþjónar gangi um og sekti þá fyrir brot á lögum..."
En ekki hvað? Er það ekki hlutverk lögreglu að framfylgja lögum? Hversvegna virðist sem flestum finnist bara í lagi að þessi blessuðu menn brjóti lög, ef þeir eru bara nógu pirraðir, og nógu margir saman?
Ég er alltént orðinn svolítið þreyttur á að bíða eftir að sjá að einhverjum þessarra manna sé refsað skv. bókstaf laganna fyrir að taka út gremju sína á mér og öðrum vegfarendum dag eftir dag.
Eða er í lagi að taka lögin í eigin hendur ef maður er bara orðinn nógu pirraður? Á ég þá ekki heimt á sömu undanþágu ef ég kýs að hefna mín á atvinnubílstjórum sem hafa valdið mér miklum töfum og leiðindum undanfarna daga? Ég er jú einusinni orðinn þreyttur á aðgerðaleysi stjórnvalda.
Mikill hiti í bílstjórum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þú hlítur að vera að grínast eða virkilegar raunveruleikafyrtur
Áfram vörubílstjórar þið eruð hetjur
Halldór Bjarki Ipsen, 3.4.2008 kl. 13:41
Hvað, af því ég er ekki sammála þér?
Ég 1, Þú 0.
Ívar Gunnarsson, 3.4.2008 kl. 13:44
"Hetjur" mér finnst nú gildi þessa orðs rýrast nokkuð við þetta. Sé svo sem ekki hvað dáð hefur verið drýgð.
Þó er ég alls ekki óánægður með að bílstjórarnir standi í þessum mótmælum.
En þegar gripið er til aðgerða ætti að reyna að beina þeim að aðilum sem hafa t.d. eitthvað með málið að gera, ekki satt. Ég lifi svosem alveg með því þó ég sé eitthvað lengur á leið til vinnu í örfá skipti, en viðurkenni að þegar þetta er orðið daglegt brauð fer það að verða ögn leiðigjarnt
Ég hef engin tök á því þó ég hafi nægan tíma meðan ég lúsast í bílalest á leið til vinnu að gera eitthvað í málunum og jafnvel koma til móts við þeirra kröfur. Ég dreg af því þá ályktun að með því að beina aðgerðum gegn mér (og öðrum almennum ökumönnum), sem er þó með sömu álögur á eldneyti og aðrir, að aðgerðum hafi verið að einhverju leiti verið beint í ranga átt. Hve miklu ætla ég ekki að dæma um.
Mótmælin í kringum Alþingi og ráðuneytin tel ég vera mun nær því að vera beint gegn réttum aðilum, en hvað veit ég. Ég er bara dvergur. Varðandi þetta sektar vesen... spurning hvenær á að framfylgja lögum og hvenær ekki. Mér finnst að það eigi ekki að loka augunum fyrir lögbrotum þó það sé verið að mótmæla, en það ætti kannski ekki endilega að fara í sektarátak í því tilefni.
dvergur, 3.4.2008 kl. 14:25
Ég 1, Dvergur 1
Ívar Gunnarsson, 3.4.2008 kl. 14:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.